Átak gegn hnífaglæpum ber árangur

Ben Kinsella, 16 ára, sem myrtur var sl. helgi.
Ben Kinsella, 16 ára, sem myrtur var sl. helgi. Morgunblaðið

Lögreglan í London hefur handtekið yfir 1.200 manns síðustu sex vikur í tengslum við átak gegn hnífaglæpum. Lögreglumenn hafa fundið alls 528 hnífa en átakinu var hrundið úr vör eftir að Boris Johnson var kjörinn borgarstjóri London. Var það hluti kosningarloforða hans að taka hnífaglæpi föstum tökum. Þetta kemur fram á heimasíðu Reuters.

Greint var frá þessu í dag en lögreglan í London stendur í ströngu við að leita að morðingjum 16 ára drengs, Ben Kinsella, sem stunginn var til bana aðfaranótt sunnudagsins, 34 ára manns og konu á þrítugsaldri sem hlutu sömu örlög í gær og fyrradag.

Kinsella var 17. unglingurinn sem myrtur er í London á árinu. Sex unglingar hafa verið handteknir í tengslum við dauða hans og eru þrír í varðhaldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert