Fjórir látnir í Jerúsalem

Mold var dreift um vettvang árásarinnar til að draga úr …
Mold var dreift um vettvang árásarinnar til að draga úr eldhættu. AP

Fjórir  létu lífið og 22 slösuðust er Palestínumaður gekk berserksgang og ók jarðýtu á bifreiðar á götu í Jerúsalem í morgun. Maðurinn var skotinn til bana af lögreglu eftir að hann hafði velt strætisvagni og fólksbílum og ekið yfir einn fólksbíl.

Mikil skelfing greip um sig er atvikið varð og hundruð vegfarenda reyndu að forða sér af vettvangi. Vitni segja bílstjórann bæði hafa ekið viljandi á aðra bíla og barið á bílum og fólki með ýtunni.

Yfirvöld í Ísrael segja ljóst að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða en hryðjuverkaárás var síðast framin í Jerúsalem í mars á þessu ári er átta nemendur trúarskóla voru skotnir til bana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert