Grunaður um að hafa myrt fjóra fjölskyldumeðlimi

Lögregla í Austurríki leitar að 66 ára gömlum manni, Josef Branis, sem grunaður er um að hafa skotið bróður sinn, systur og maka þeirra til bana.  Að sögn lögreglu er Branis hugsanlega enn vopnaður.  Lögregla segir morðin hafa verið framin eftir að fjölskyldumeðlimir deildu um íbúð sem var í eigu fjölskyldunnar. 

Líkin fundust á heimili fólksins í Strasshof, úthverfi Vínar, höfuðborgar Austurríkis.  Lögregla fór á vettvang eftir að ættingjar lýstu yfir áhyggjum af því að ekki væri hægt að ná í fólkið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert