Ingrid Betancourt frelsuð

Ingrid Betancourt var í forsetaframboði þegar henni var rænt.
Ingrid Betancourt var í forsetaframboði þegar henni var rænt. AP

Ingrid Betancourt, fyrrum forsetaframbjóðandi í Kólumbíu, hefur verið frelsuð úr haldi kólumbísku skæruliðasamtakanna Farc, að sögn kólumbískra stjórnvalda.

Kólumbíski herinn segir að 15 gíslum hafi verið bjargað, þar á meðal Ingrid og þrem bandarískum verktökum og 11 kólumbískum hermönnum.  Betancourt hefur verið í haldi Farc frá því hún bauð sig fram til forseta í Kólumbíu árið 2002.  Bandaríkjamennirnir hafa verið í haldi frá því árið 2003.  Gíslunum var bjargað í frumskógum suð-austur Kólumbíu.

Varnarmálaráðherra Kólumbíu Juan Manuel Santos tilkynnti þetta á fréttamannafundi í dag.   Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur staðfest að Betancourt hefur verið látin laus, en hún er með franskan og kólumbískan ríkisborgararétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert