Danski stjórnmálamaðurinn og lögfræðingurinn Mogens Glistrup dó í gærkvöldi, 82 ára að aldri. Glistrup var stofnandi Fremskridtspartiet og var mjög áberandi í dönsku þjóðlífi frá 1971 til 2005.
Hann vakti fyrst athygli 1971 fyrir að koma
fram í sjónvarpi og líkja skattsvikurum við andspyrnumenn gegn þjóðverjum í
hersetunni í heimsstyrjöldinni síðari. Síðan dró hann upp skjal þar sem hann
sýndi fram á að þrátt fyrir að vera mikilsmetinn lögfræðingur, með sérfræðiþekkingu
í skattarétti, taldi hann ekki eina krónu fram til skatts. Lögfræðistofa hans sinnti meðal annars málum ferðaskrifstofunnar Spies en Glistrup og eigandi Spies, auðjöfurinn Simon Spies, voru vinir. Jyllands Posten greinir frá þessu á vefsíðu sinni.
Glistrup stóð að stofnun Fremskridtspartiet sem var þjóðernisflokkur og er Folkepartiet byggt á honum. Fremskridtspartiet náði góðu kjöri 1979 og kom eftir það með margar umdeildar yfirlýsingar í garð innflytjenda í Danmörku. Lítki hann þeim meðal annars við rottur. Hlaut hann vegna ummælanna marga dóma, meðal annars 20 daga fangelsi 2005.
Eftirlifandi eiginkona hans er Lene Glistrup.