Norðmaður myrtur í Rússlandi

Norskur maður og rússnesk eiginkona hans fundust skotin til bana í gær í íbúð sinni í sunnanverðu Rússlandi.

Maðurinn, Staale Helseth, bjó í borginni Astrakhan ásamt eiginkonu sinni Svetlönu. Helseth vann fyrir norskt fyrirtæki í Kasakstan en var tímabundið í Astrakhan þaðan sem eiginkona hans var ættuð. Borgin er um 1.500 km suðaustan við Moskvu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert