„Stríð mun reyna á herinn"

Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans.
Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans. AP

Mike Mullen, yfirmaður bandaríska herráðsins, segir að stríð við Íran myndi reyna mjög á bandaríska herinn, og segist styðja frekari viðræður við írönsk stjórnvöld.  

Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans gaf í skyn í viðtali við dagblaðið Washington Post að írönsk stjórnvöld væru reiðubúin til þess að ræða kjarnorkuáætlun sína við vestrænar þjóðir.  

Mottaki vísaði því á bug í dag að annað stríð væri yfirvofandi í Miðausturlöndum, og sagði fregnir af mögulegri árás Bandaríkjamanna og Ísraela á Íran ekki á rökum reistar.
 
Mullen segir að Bandaríkjastjórn muni ekki leyfa Írönum að loka fyrir aðgang að Hormuz sundinu, helstu flutningaleið olíu í Persaflóanum.   Ef þeir gerðu það myndu Bandaríkjamenn hefja aðgerðir gegn þeim, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert