Strokufanga leitað í Danmörku

Lögregla á austanverðu Jótlandi í Danmörku leitar nú strokufangans Hans Enrico Nati og félaga hans, Richart Warming Jensen, sem sluppu úr haldi lögreglu í Árósum í gærkvöldi. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Við vinnum nú að rannsókn málsins en staðnn er enn óbreytt frá því í gær. Við höfum engar vísbendingar og skiljum ekki hvernig þeir gátu sagað í sundur rimlana sem voru fyrir fangelsisglugganum," segir Jens Peter Andersen, deildarstjóri þeirrar deildar lögreglunnar sem fer með rannsókn skipulagðrar glæpastarfsemi.

Hans Enrico Nati, er ókrýndur konungur danskra strokufanga, en þetta er í áttunda sinn sem honum tekst að sleppa úr haldi lögreglu. Í þetta sinn slapp hann ásamt öðrum fanga eftir að hafa sagað í sundur rimla sem voru  fyrir baðherbergisglugga með óþekktu áhaldi.

Fangarnir komust þvínæst óséðir yfir lokaðan fangelsisgarð og inn í dómshús með því að brjóta þar rúðu. Þaðan gengu þeir síðan óáreittir út.

Mennirnir, sem báðir afplánuðu dóma fyrir vopnuð rán, eru sagðir hættulegir en er almenningi því ráðið frá því að hafa afskipti af þeim verði þeirra vart.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ragnheiður Anna Þórsdóttir: Hudini
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert