Tveir franskir nemar stungnir til bana í London

Tveir franskir nemar fundust látnir í íbúð í austur London um helgina, en þeir höfðu verið stungnir til bana að sögn lögreglu.  Atvikið átti sér stað í New Cross hverfinu, en við krufningu kom fram að hinir látnu höfðu verið stungnir í höfuð, háls og bringu. 

Lögregla segir rannsókn á morðunum standa yfir en líkin fundust á sunnudag eftir að slökkviliðsmenn voru kallaðir út til þess að slökkva eld nærri íbúðinni. 

Að sögn lögreglu hafa nöfn nemendanna ekki verið gefin upp.  Sautján ungmenni hafa verið stungin til bana í London á árinu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert