Tveir franskir nemar stungnir til bana í London

Tveir fransk­ir nem­ar fund­ust látn­ir í íbúð í aust­ur London um helg­ina, en þeir höfðu verið stungn­ir til bana að sögn lög­reglu.  At­vikið átti sér stað í New Cross hverf­inu, en við krufn­ingu kom fram að hinir látnu höfðu verið stungn­ir í höfuð, háls og bringu. 

Lög­regla seg­ir rann­sókn á morðunum standa yfir en lík­in fund­ust á sunnu­dag eft­ir að slökkviliðsmenn voru kallaðir út til þess að slökkva eld nærri íbúðinni. 

Að sögn lög­reglu hafa nöfn nem­end­anna ekki verið gef­in upp.  Sautján ung­menni hafa verið stung­in til bana í London á ár­inu.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert