Yfirheyrðir á ný

Myndir af Múhameð spámanni með túrban í laginu eins og …
Myndir af Múhameð spámanni með túrban í laginu eins og sprengja birtust í mörgum dönskum dagblöðum. AFP PHOTO / SCANPIX DENMARK

Hæstiréttur Danmerkur ákvað í dag að yfirheyra skuli aftur tvo Túnisbúa sem hafa verið í haldi lögreglunnar síðan í febrúar. Þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að myrða einn teiknimyndahöfundanna sem stóðu á bak við skopmyndateikningarnar af Múhameð spámanni fyrir nokkrum misserum.

Mennirnir, sem eru 25 og 36 ára, voru handteknir 12. febrúar og stóð til að vísa þeim úr landi án þess að fara fyrir rétt. Þeir eru taldir ógna þjóðaröryggi Danmerkur.

Talið er að mennirnir hafi ætlar að myrða Kurt Westergaard, 73 ára teiknimyndahöfund sem teiknaði eina af 12 skrípamyndum af Múhameð sem birtust í Jótlandspóstinum í september 2005. Teiknimyndirnar voru svo endurbirtar í fjölda vestrænna dagblaða, múslimum víða um heim til mikillar gremju. M.a.s. hefur verið ráðist á dönsk sendiráð vegna teikninganna.

Túnisbúarnir hafa sótt um hæli í Danmörku en dvalarleyfi þeirra runnu út meðan þeir voru í haldi lögreglunnar. Ekki má flytja þá úr landi fyrr en búið er að afgreiða umsókn þeirra um hæli. Ekki hefur verið ákveðið hvenær yfirheyrslurnar munu fara fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert