Hús Palestínumanns jafnað við jörðu

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels og Ehud Barak varnarmálaráðherra vilja báðir að heimili Palestínumanns, sem gekk berserksgang á götu í Jerúsalem í gær verði jafnað við jörðu. Þrír létu lífið í árás hans.

Algengt er að Ísraelar jafni heimili hryðjuverkamanna við jörðu á Vesturbakkanum og Gasasvæðinu en maðurinn bjó með fjölskyldu sinni í Austur-Jerúsalem sem Ísraelar innlimuðu í ríku sitt. Því gilda ísraelsk lög þar þrátt fyrir að palestínskir íbúar borgarinnar hafi ekki ríkisborgararétt í Ísrael. 

Fjölskylda mannsins, sem var 29 ára tveggja barna faðir, segir hann ekki hafa ekki hafa stutt baráttuaðferðir hryðjuverkamanna.

Vettvangur árásarinnar í Jerúsalam í gær.
Vettvangur árásarinnar í Jerúsalam í gær.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert