Réttarhöld vegna flugslyss hefjast senn

Concorde
Concorde Reuters

Búast má við að á næstu vikum hefjist réttarhöld yfir fimm manneskjum í tengslum við flugslys Concorde flugvélar í París fyrir 8 árum sem varð 113 manns að bana. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Tveir sakborninganna eru starfsmenn Continental Airlines, tveir starfsmenn Concorde framleiðandans Aerospatiale auk starfsmanns frönsku flugmálastjórnarinnar.

25. júlí 2000 fórst Concorde flugvél skömmu eftir flugtak frá Charles de Gaulle flugvellinum. Um borð voru 100 manns og 9 manna áhöfn og komst enginn lífs af. Að auki létust fimm gestir hótels nokkurs sem þotan brotlenti á. Flugvélin var í leiguflugi og voru flestir farþeganna Þjóðverjar á leiðinni í frí.

Að sögn sjónarvotta kviknaði mikill eldur í bakborðsvæng þotunnar strax í flugtaki. Hún hafi ekki náð flughæð, ofrisið og síðan fallið út á vinstri hlið. Að lokum hafi hún hrapað í gríðarlegum eldhnetti. Hafði einn á orði að slysið hafi verið líkast því að lítil kjarnorkusprengja hafi sprungið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert