Phillips lávarður, æðsti dómari Englands og Wales, segir hugsanlegt að tekið verði tillit til þeirra hugmynda sem fram koma í sharia lögum múslíma í breska dómskerfinu. Hann segir þó ekki koma til greina að sharia dómstólar taki til starfa í Bretlandi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Áður hefur erkibiskupinn af Kantaraborg lýst því yfir að hann telji óhjákvæmilegt að ákveðnir hlutar sharia-laga verði að einhverju leyti teknir upp í Bretlandi.
„Það er engin réttmæt ástæða fyrir því að hugmyndir sharia laga geti ekki verið lagðar til grundvallar við sáttaumleitanir eða aðrar úrlausnaraðferðir, líkt og aðrar hugmyndir annarra trúarbragða," sagði hann. „Það verður þó að taka það fram að skorið yrði úr málum er varða öll brot gegn slíku samkomulagi myndu byggja á breskum lögum."
Phillips lávarður segist telja að mikils misskilnings og fordóma gæti gagnvart sharia lögum og að óhugsandi sé að ákvæði þeirra um aflimanir, hýðingar og grýtingar verði nokkurn tíma samþykktar í Bretlandi.