Merkel gegn Mubgabe

Merkel boðar aðgerðir gegn Mugabe.
Merkel boðar aðgerðir gegn Mugabe. Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands hefur tekið sterka afstöðu gegn Robert Mugabe, forseta Zimbabve og hefur hún lýst því yfir að Evrópusambandið muni leita allra hugsanlegra ráða til að beita ríkisstjórn hans sem flestum refsiaðgerðum og viðurlögum.

„Við munum finna allar hugsanlegar refsiaðgerðir og athuga hvað við getum gert frekar í þeim málum til dæmis ferðabönn," sagði Merkel í viðtali við AP fréttastofuna.

Í tilkynningu sem kom frá Evrópusambandinu í dag segir að verið er að athuga viðeigandi aðgerðir gegn þeim sem bera ábyrgð á ofbeldinu í Zimbabve og þar er einnig hvatt til þess að boðað verði til nýrra kosninga.

Bandaríkin hafa einnig kallað eftir refsiaðgerðum gegn Mugabe og æðstu ráðgjöfum hans.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert