Barack Obama í Montana á 4.júlí

Flugeldar við Disney kastala Öskubusku í Magic Kingdom í Flórída …
Flugeldar við Disney kastala Öskubusku í Magic Kingdom í Flórída í gærkvöldi. Reuter

Barack Obama heldur upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna í Butte, Montana. Fylkið lætur venjulega Repúblikana fá fulltrúaatkvæði sín tvö.  Síðan 1948 hafa aðeins tveir Demókratar fengið atkvæði fylkisins, nú síðast Bill Clinton. Repúblikanar hafa vegna þessa tekið það sem gefið að þeir hljóti atkvæði fylkisins og Demókratar einnig. Það lítur hins vegar út fyrir að Obama ætli að reyna að vinna fylkið á sitt band og eyðir þar talsverðum tíma.

Fagnaðarlæti tóku á móti frambjóðandanum, konu hans og tveimur dætrum þegar þau mættu til að horfa á skrúðgönguna í bænum. Viðstaddir sungu einnig afmælissöng til heiðurs elstu dóttur Obama, Maliu, sem varð tíu ára í dag. Obama tók ekki þátt í sjálfri skrúðgöngunni en fylgdist með af áhorfendapöllum. Á eftir skrúðgönguna mun Obama fara í lautarferð með fjölskylduvinum og stuðningsmönnum og sameina þannig afmælisveislu og kosningateiti.

John McCain er heima hjá sér í dag, rétt fyrir utan Sedona í Arizona, en hann er nýkominn heim úr ferð til Kolumbíu og Mexíkó. Engir kosningaáróðursviðburðir eru skipulagðir fyrir hann næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka