Fjórir slösuðust í rússibanaslysi

Fjórir slösuðust í rússibanaslysi í Árósum í Danmörku í gærkvöldi. Fimmtíu manns þurftu á áfallahjálp að halda eftir að vagn af rússibananum losnaði frá hinum. Féll vagninn niður á jörðina en þau sem slösuðust, öll rúmlega tvítug að aldri, eru fótbrotin og einhver eru með meiri áverka. 

Samkvæmt frétt á vef Jyllands Posten er einn þeirra með tvöfalt beinbrot og dvaldi hann á sjúkrahúsi í nótt. Hin fengu að fara heim eftir að gert hafði verið að brotum þeirra.

Rússibaninn er nýr en hann nefnist Cobra og er í skemmtigarðinum Frihedens í Árósum. Svo virðist sem öxull hafi gefið sig í rússibananum með þessum afleiðingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert