Flóttamenn koma með báti til Spánar

Flóttamennirnir í morgun á La Tejita ströndinni á Tenerife.
Flóttamennirnir í morgun á La Tejita ströndinni á Tenerife. Reuter

Hundrað fjörutíu og átta afrískir flóttamenn komu á litlum báti til Kanaríeyja í morgun. Báturinn sem er úr trefjaplasti kom að landi á La Tejite ströndinni á Tenerife um 6:30 í morgun. Það voru bretta-og ferðamenn sem létu lögregluna vita.

Flóttamennirnir reyndu að hlaupa frá ströndinni en þeim var náð af lögreglu.. Einn flóttamannanna sem þjáðist af ofþurrki og kælingu hneig í ómegin og var fluttur á sjúkrahús.

Rauði Krossinn hlúði að hinum á vettvangi.

Allir flóttamennirnir voru karlkyns og að minnsta kosti sex voru börn og unglingar, sagði heimildarmaður AP hjá innanríkisráðuneytinu.

Þúsundur flóttamanna koma ár hvert til Kanaríeyja frá ríkjunum sunnan Sahara, í þeirri von að ná til hinna ríku landa Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert