Bresk góðgerðarsamtök sem beita sér fyrir bættu kynheilbrigði hafa biðlað til stjórnvalda um að setja á laggirnar kynfræðslu fyrir börn allt niður í fjögurra ára.
Talsmenn samtakanna segja foreldra ekki þurfa að óttast að ef börn fræðist ung um kynlíf muni þeim liggja á að byrja að stunda kynlíf. Rannsóknir sýni að í raun sé því þveröfugt farið og þegar þar að komi verði þau varkárari.