Sjálfsvígsárás í Pakistan

Mikill mannfjöldi var staddur við Rauðu moskuna.
Mikill mannfjöldi var staddur við Rauðu moskuna. Reuter

Tíu eru látnir og einhverjir særðir eftir að sprengja sprakk í sjálfsvígssárás, nærri lögreglustöð í höfuðborg Pakistans, Islamabad. Í nágrenninu voru þúsundir manna að minnast þess að ár er nú liðið frá því að herinn réðist á moskvu öfgamanna sem þar er og yfir hundrað manns létu lífið.

Í pakistanska sjónvarpinu voru myndskeið þar sem sjúkrabílar streyma að og verið er að bera slasaða. Hinir látnu og slösuðu voru allir lögreglumenn en þeir höfðu komið sér fyrir til að hafa eftirlit með mannfjöldanum skammt frá.

Maðurinn sem var milli 35 og 40 ára hljóp inn í hóp lögreglumannanna og sprengdi sig í loft upp. Á vettvangi er alls staðar blóð og líkamsleifar.

Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu safnast saman í nágrenninu fyrir utan mosku sem kölluð er Rauða moskan. Þeir voru að minnast átta daga umsáturs sem átti sér stað fyrir ári síðan á þessum stað.

Gagnrýnar raddir segja að Musharraf hafi fyrirskipað áhlaupið á moskuna að tilurðan Bandaríkjamanna.

Þegar leiðtogi á fundinum spurði viðstadda spurði hverjir væru hlynntir því að taka Perez Musharraf forseta opinberlega af lífi risu þúsundir handa í loftið og fólkið hrópaði: Morðingi, morðingi, Musharraf er morðingi.

Stjórnvöld segja að 102 hafi látið lífið í umsátrinu fyrir ári síðan, þar af ellefu hermenn. Umsátrið byrjaði 3. júlí og lauk 11. júlí. Umsátrið dró verulega úr trausti almennings á stjórninni og margir halda fram því að mun fleiri hafi látist, þar á meðal konur og börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert