Sjötug og alsæl með tvíburana

Tvíburarnir fæddust í fyrradag
Tvíburarnir fæddust í fyrradag

Óbifandi staðfesta indversku ömmunnar Omkari Panwar bar gleðilegan árangur í gær þegar heilbrigðir tvíburar hennar voru teknir með keisaraskurði, um mánuði fyrir tímann. Panwar á ekki fæðingarvottorð en fullyrðir að hún hafi náð sjötugu.

Panwar og eiginmaður hennar, Charan Singh Panwar, 77 ára gamall bóndi sem hefur látið af störfum, þráðu son og fengu þá heitu ósk sína ríflega uppfyllta, því í heiminn kom einnig stúlkubarn, en fyrir eiga þau hjónin tvær dætur og fimm barnabörn.

Panwar fór í tæknifrjóvgun og til að greiða fyrir meðferðina seldi maður hennar vísundana, veðsetti land sitt, lagði til allt spariféð og tók kreditkortalán að auki.

Horfðist í augu við sársaukann

Panwar sagði mánuðina átta á meðgöngunni hafa verið sársaukafulla. „Ég hef gengið í gegnum fæðingu áður og vissi því við hverju ég átti að búast. Stundum þarf maður að mæta sársaukanum ef maður vill að eitthvað gott gerist,“ sagði nýbökuð elsta móðir heims.

Þau hjónin áttu sem fyrr segir tvær dætur fyrir og nú þegar þau hafa eignast son geta þau vænst þess að hann taki við landinu og að hann fái heimanmund þegar hann festir ráð sitt.

„Loksins eignuðumst við son og erfingja. Ég dey stoltur faðir,“ sagði Charan glaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert