Fótur flaut á land í Svíþjóð

Mannsfótur flaut á land við Tylösand í Halmstad í Svíþjóð í dag. Það var strandvörður sem fann karlmannsskó á ströndinni en skórinn reyndist innihalda fót af manni.

Samkvæmt Svenska Dagbladet hefur fóturinn verið sendur til rannsóknar í Lundi þar sem hann verður rannsakaður, sýni tekin og niðurstaðan borin saman við dna-sýni úr fólki sem saknað er.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert