Leiðtogar G8 ríkjanna samþykktu í morgun að eyða 60 milljörðum Bandaríkjadala í baráttunni gegn sjúkdómum í Afríku næstu fimm árin en þetta er staðfesting á fyrri loforð um að tvöfalda þróunaraðstoð til þessarar heimsálfu.
Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu eftir viðræður í Japan og er staðfesting á loforði sem gefið var á G8 fundi í Þýskalandi í fyrra og að þessu sinni var settur tímarammi þ.e. fimm ár til að standa við loforðið.
Peningunum á að verja til baráttu gegn malaríu, eyðni og berklum. Fyrsta skrefið mun vera að senda 100 milljón flugnanet með flugnaeitri fyrir lok 2010 til að stöðva útbreiðslu malaríu í þróunarlöndunum.