Þrátt fyrir að ríkisstjórnin og að danski Þjóðarflokkurinn hafi varið milljónum danskra króna til að hafa eftirlit með innfluttu kjöti streymir salmonellusýkt kjöt inn í Danmörku.
Fram kemur í danska dagblaðinu Politiken í dag að salmonnellusýkt kjöt streymi í tonnavís yfir dönsk landamæri í danskar verslanir. Þrátt fyrir að yfirvöld hafi varið milljónum til að hafa eftirlit með innfluttu kjöti hefur allt komið fyrir ekki.
Politiken greinir frá 62 tilfellum þar sem danska matvælaeftirlitið varð að fjarlægja stjórar kjötsendingar úr verslunum og veitingastöðum. Eftirlitið fann mjög hættulegar bakteríur í kjötinu og varð það stimplað sem hættulegt heilsu fólks.
Í 70% ofangreindra tilfella, eða í 43 af 62, var kjötið tekið af markaði, en það var þá komið fram yfir síðasta söludag. Margir höfðu hins vegar keypt og borðað umrætt kjöt.