Samþykkt að draga úr losun

Nokkrir leiðtoga G8 ríkjanna sjást hér veifa ljósmyndurum. Frá vinstri: …
Nokkrir leiðtoga G8 ríkjanna sjást hér veifa ljósmyndurum. Frá vinstri: Dmítrí Medvedev Rússlandsforseti, George W. Bush Bandaríkjaforseti, Yasuo Fukuda, forsætisráðherra Japans, Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Reuters

For­sæt­is­ráðherra Jap­ans, Ya­suo Fu­koda, seg­ir að leiðtog­ar G8 ríkj­anna hafi samþykkt að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 50% fyr­ir árið 2050. Loft­lags­breyt­ing­ar og efna­hags­mál heims­ins eru í meg­in­um­ræðuefni leiðtog­anna sem funda nú í Jap­an, en ann­ar dag­ur fund­ar­hald­anna hófst í dag.

Á fundi G8 ríkj­anna á síðasta ári hétu leiðtog­arn­ir að íhuga það al­var­lega að draga úr los­un kolt­ví­sýr­ings um 50% fyr­ir árið 2050. Og nú virðist sem að leiðtog­arn­ir hafi samþykkt það. 

Fram kem­ur á frétta­vef BBC að Evr­ópu­sam­bandið og Jap­an­ir vilji að leiðtog­arn­ir samþykki yf­ir­lýs­ingu þar sem orðalagið er mun ákveðnara og bráðabirgðatak­mörk til­greind. 

Í gær ræddu leiðtog­arn­ir um sí­hækk­andi eldsneyt­is- og mat­væla­verð og áhrif verðhækk­an­anna á fá­tæk­ustu íbúa heims. 

Sjö leiðtog­ar Afr­íku­ríkja tóku þátt í fund­ar­höld­un­um til að koma áhyggj­um sín­um á fram­færi.

Mót­mæl­end­ur á svæðinu hafa hins veg­ar sakað leiðtoga G8 ríkj­anna um að hafa ekki staðið við gef­in lof­orð um að tvö­falda fjár­fram­lög til Afr­íku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert