Dr. Dauði sagður á lífi

00:00
00:00

Tals­menn Simon Wiesent­hal-stofn­un­ar­inn­ar, sem leit­ar uppi nas­ista sem flúðu eft­ir seinna stríð, segj­ast hafa í hönd­un­um sann­an­ir fyr­ir því að einn ill­ræmd­asti sam­starfsmaður Ad­olfs Hitlers, dr. Dauði, sé nú í fel­um í Chile í Suður-Am­er­íku.

Stofn­un­in tel­ur að Ari­bert Heim sé stadd­ur í Patagoniu, en það er vitað að dótt­ir hans býr þar. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Stofn­un­in hef­ur sent full­trúa til Chile til að leita að Heim.

Heim er sagður hafa skráð hjá sér öll þau fórn­ar­lömb sem hann pyntaði og myrti í Maut­hausen út­rým­ing­ar­búðunum í Aust­ur­ríki á tím­um seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

Hann er sakaður um að hafa myrt gyðinga á ein­stak­lega grimmi­leg­an hátt. Fólk sem lifði af vist­ina í út­rým­ing­ar­búðunum segja að Heim hafi fram­kvæmt skurðaðgerðir og aflimað fólk án deyf­ing­ar. Þetta á Heim að hafa gert til að kanna sárs­aukaþol­mörk fólks­ins.

Auk þess á hann að hafa sprautað bens­íni, vatni og eitri beint í hjartað á fólki þegar hann var í Maut­hausen.

„Und­an­farna daga höf­um við fengið upp­lýs­ing­ar frá tveim­ur heim­ild­ar­mönn­um, báðum sem tengj­ast Chile, sem við telj­um lík­legt að muni leiða okk­ur á sporið,“ seg­ir Efraim Zuroff, yf­ir­maður Simon Wiesent­hal-stofn­un­ar­inn­ar í Ísra­el.

Stofn­un­in hef­ur heitið 315.000 evr­um hverj­um þeim sem geta gefið upp­lýs­ing­ar sem gæti leitt til þess að Heim yrði hand­tek­inn.

Eft­ir seinna stríð var Heim hand­tek­inn af Banda­ríkja­her en hann var ekki ákærður. Hann stundaði lækna­störf í þýska bæn­um Baden-Baden til árs­ins 1962. Hann flúði landið hins veg­ar eft­ir að hafa fengið ábend­ingu um að yf­ir­völd ætluðu að ákæra hann.

Heim er 94 ára gam­all, sé hann enn á lífi.

Aribert Heim, betur þekktur sem dr. Dauði.
Ari­bert Heim, bet­ur þekkt­ur sem dr. Dauði. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert