Sarkozy á Ólympíuleikana

Nicolas Sarkozy Frakklandsfoseti með Hu Jintao forseta Kína eftir fund …
Nicolas Sarkozy Frakklandsfoseti með Hu Jintao forseta Kína eftir fund þeirra í Japan í morgun. AP

Nicolas Sar­kozy Frakk­lands­for­seti hef­ur staðferst að hann hygg­ist sækja Ólymp­íu­leik­ana sem hefjast í Beij­ing í Kína þann 8. ág­úst. Sar­koszy hafði áður sagt það fara eft­ir þróun mála í mál­efn­um Tíbet,  hvort hann mætti á leik­ana. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Skrif­stofa Sar­kozy staðfesti að hann myndi sækja leik­ana eft­ir fund sinn með Hu Jintao, for­seta Kína, á leiðtoga­fundi G8 ríkj­anna í Jap­an. Í yf­ir­lýs­ingu for­seta­skrif­stof­unn­ar er ekki minnst á ástandið í Tíbet. Þar seg­ir hins veg­ar að Hu hafi lagt áherslu á það á fundi for­set­anna að Ólymp­íu­leik­arn­ir væru tákn friðar, vináttu og bræðralags. 

Sam­tök­in Blaðamenn án landa­mæra hafa þegar gagn­rýnt ákvörðun Sar­kozys og sagt hann gera lítið úr fyrri yf­ir­lýs­ing­um sín­um og smána skuld­bind­ing­ar sín­ar við frönsku þjóðina með því að fara á leik­ana.

Frakk­ar fara nú með for­mennsku inn­an fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins og verður Sar­kozy því full­trúi þess á leik­un­um. Áður hef­ur Geor­ge W Bush Banda­ríkja­for­seti lýst því yfir að hann muni sækja leik­ana en Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Stephen Harper, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, hafa sagt að þau muni ekki gera það.

Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Breta mun verða viðstadd­ur loka­at­höfn leik­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert