Yfirlýsing G-8 sögð útvötnuð

00:00
00:00

Yf­ir­lýs­ings leiðtoga­fund­ar G-8 ríkj­anna þar sem fram kem­ur að þeir hafi náð sam­komu­lagi um sam­eig­in­lega framtíðar­sýn varðandi minnk­un út­blást­urs gróður­húsaloft­teg­unda, sæt­ir nú harðri gagn­rýni. Segja nátt­úru­vernd­arsinn­ar yf­ir­lýs­ing­una út­vatnaða og einskis verða þar sem ekki sé minnst á nein­ar bein­ar aðgerðir í henni. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Þá hafa full­trú­ar Kín­verja og Ind­verja lýst því yfir að þeir telji sig ekki skuld­bundna af því mark­miði sem sett er fram í yf­ir­lýs­ing­unni.

Í yf­ir­lýs­ing­unni setja leiðtog­ar G-8 ríkj­anna sér það mark­mið að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um helm­ing á næstu fimm­tíu árum. Jim Conn­aug­ht­on, formaður nefnd­ar Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seta, um um­bæt­ur í um­hverf­is­mál­um seg­ir yf­ir­lýs­ing­una hins veg­ar góðan grunn til að byggja á.  

Bush Banda­ríkja­for­seti féll á sín­um tíma frá því að full­gilda Kyoto samn­ing­inn þar sem þar var ekki kveðið á um tak­mark­an­ir á los­un Kín­verja og Ind­verja á gróður­húsaloft­teg­und­um út í and­rúms­loftið en los­un þess­ara þjóða er um fjórðung­ur allr­ar los­un­ar í heim­in­um. 

Fulltrúar Frakka og Kínverja á fundi í Japan í morgun.
Full­trú­ar Frakka og Kín­verja á fundi í Jap­an í morg­un. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert