George W. Bush Bandaríkjaforseti undirritaði í dag lög sem auka lagalegar heilmildir leyniþjónustustofnana til hlerana. Bush segir þetta vera afar mikilvægt skref til að tryggja öryggi Bandaríkjanna, en hart hefur verið deilt um lögin á Bandaríkjaþingi.
„Þessi lög munu leika þýðingarmikið hlutverk við að koma í veg fyrir að önnur árás verði gerð á okkar land,“ sagði Bush er hann undirritaði lögin.
„Lagafrumvarpið mun gera leyniþjónustusérfræðingum okkar kleift að fylgjast með samskiptum hryðjuverkamanna erlendis á fljótan og árangursríkan máta, og um leið virða frelsi Bandaríkjamanna hér heima,“ sagði hann.
Lögin, sem eru afturvirk, kveða á um að friðhelgi þeirra fjarskiptafyrirtækja sem aðstoðuðu yfirvöld við að hlera síma, án heimildar, eftir hryðjuverkarásirnar árið 2001.