Hætta kvikmyndasýningum í flugvélum

AP

Bandaríska flugfélagið US Airways ætlar að hætta að bjóða upp á afþreyingu um borð í flugvélum sínum í innanlandsflugi í nóvember. Með þessu ætlar flugfélagið minnka kostnað um 10 milljónir dala á ári.

Talsmaður US Airways, Phil Gee, segir að til að mynda nemi þyngd kvikmyndabúnaðar um borð í hverri vél um 227 kg. Það þýði aukinn eldsneytiskostnað sem félagið ætli að draga úr eftir fremsta megni. Búnaðurinn verður fjarlægður úr um tvö hundruð flugvélum en áfram verði boðið upp á kvikmyndasýningar í alþjóðlegu flugi og flugi til Hawaii.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert