Íranar skjóta fleiri tilraunaskotum

Ríkissjónvarpið í Íran greindi frá því fyrir stundu að her landsins hefði skotið fleiri langdrægum eldflaugum í tilraunaskyni yfir persaflóa í morgun. Segir í frétt sjónvarpsins að eldflaugarnar sem um ræðir séu búnar sérstökum útbúnaði en ekki er greint nánar frá því í hverju sá búnaður felst.

Greint var frá því í fjölmiðlum í landinu í gær að herinn hefði gert tilraunir með eldflaugar sem gætu hitt skotmörk í Ísrael. Ísraelskir sérfræðingar hafa hins vegar dregið það í efa.

íranskir embættismenn segja markmið tilraunanna nú vera að sýna bandaríkjamönnum og Ísraelum að þeir muni svara fyrir sig verði á þá ráðist. sögusagnir hafa verið á kreiki um að Ísraelar hefðu í hyggju að gera loftárásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran til að stöðva kjarnorkuþróun þeirra.

Mynd íranska sjónvarpsins af því er íranski herinn skýtur á …
Mynd íranska sjónvarpsins af því er íranski herinn skýtur á loft Shahab-3 eldflaug AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert