Íranar skjóta fleiri tilraunaskotum

00:00
00:00

Rík­is­sjón­varpið í Íran greindi frá því fyr­ir stundu að her lands­ins hefði skotið fleiri lang­dræg­um eld­flaug­um í til­rauna­skyni yfir persa­flóa í morg­un. Seg­ir í frétt sjón­varps­ins að eld­flaug­arn­ar sem um ræðir séu bún­ar sér­stök­um út­búnaði en ekki er greint nán­ar frá því í hverju sá búnaður felst.

Greint var frá því í fjöl­miðlum í land­inu í gær að her­inn hefði gert til­raun­ir með eld­flaug­ar sem gætu hitt skot­mörk í Ísra­el. Ísra­elsk­ir sér­fræðing­ar hafa hins veg­ar dregið það í efa.

ír­ansk­ir emb­ætt­is­menn segja mark­mið til­raun­anna nú vera að sýna banda­ríkja­mönn­um og Ísra­el­um að þeir muni svara fyr­ir sig verði á þá ráðist. sögu­sagn­ir hafa verið á kreiki um að Ísra­el­ar hefðu í hyggju að gera loft­árás­ir á kjarn­orku­rann­sókn­ar­stöðvar í Íran til að stöðva kjarn­orkuþróun þeirra.

Mynd íranska sjónvarpsins af því er íranski herinn skýtur á …
Mynd ír­anska sjón­varps­ins af því er ír­anski her­inn skýt­ur á loft Shahab-3 eld­flaug AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert