Rice: Stöndum vörð um bandamenn okkar

00:00
00:00

Condo­leezza Rice, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, hef­ur ít­rekað fyrri yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um að Banda­rík­in muni ekki hika við verja hags­muni sína og banda­menn gagn­vart hugs­an­legri ógn frá Írön­um. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC. 

Sagði Rice Banda­rík­in þegar hafa aukið viðbúnað sinn í heims­hlut­an­um og að Íran­ar ættu ekki að velkj­ast í vafa um hernaðargetu Banda­ríkj­anna.  

„Við tök­um mjög al­var­lega þá skyldu okk­ar að verja banda­menn okk­ar og við ætl­um okk­ur að geraþað,” sagði Rice sem stödd er í Georgíu. Þá sagði hún tíma­bært að Íran­ar skipi sér í „rétt” lið á alþjóðavett­vangi.

Greint var frá því í fjöl­miðlum í Íran í gær að ír­anski her­inn hafi skotið lang­dræg­um eld­flaug­um í til­rauna­skini sem geti hæft skot­mörk í Ísra­el. Í dag var síðan staðhæft að slík­um til­raun­um hefði verið haldið áfram í morg­un.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Tbilisi í Georgíu í morgun.
Condo­leezza Rice, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna í Tbil­isi í Georgíu í morg­un. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert