Rice: Stöndum vörð um bandamenn okkar

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ítrekað fyrri yfirlýsingar sínar um að Bandaríkin muni ekki hika við verja hagsmuni sína og bandamenn gagnvart hugsanlegri ógn frá Írönum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Sagði Rice Bandaríkin þegar hafa aukið viðbúnað sinn í heimshlutanum og að Íranar ættu ekki að velkjast í vafa um hernaðargetu Bandaríkjanna.  

„Við tökum mjög alvarlega þá skyldu okkar að verja bandamenn okkar og við ætlum okkur að geraþað,” sagði Rice sem stödd er í Georgíu. Þá sagði hún tímabært að Íranar skipi sér í „rétt” lið á alþjóðavettvangi.

Greint var frá því í fjölmiðlum í Íran í gær að íranski herinn hafi skotið langdrægum eldflaugum í tilraunaskini sem geti hæft skotmörk í Ísrael. Í dag var síðan staðhæft að slíkum tilraunum hefði verið haldið áfram í morgun.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Tbilisi í Georgíu í morgun.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Tbilisi í Georgíu í morgun. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert