Sarkozy: Semjum ekki aftur

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ávarpar Evrópuþingið í morgun.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ávarpar Evrópuþingið í morgun. AP

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur lýst því yfir að Evrópusambandið muni ekki setja saman drög að nýjum sáttmála í stað Lisabon sáttmálans þrátt fyrir að Írar hafi hafnað honum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Frakkar fara nú með forystu innan framkvæmdastjórnar sambandsins og ætlar Sarkozy til Írlands síðar í þessum mánuði til að ræða málið við ráðamenn þar. „Forysta Frakka mun reyna að leggja fram tillögu að því hvernig hægt er að leysa málið, annað hvort í október eða desember og ég vona að írska stjórnin muni fallast á hana,” sagði Sarkozy í Evrópuþinginu í Strasbourg í dag.

Þá sagði hann Evrópusambandið hvorki mega refsa Írum fyrir að hafna sáttmálanum né neyða þá til að samþykkja hann en að finna verði lausn á málinu áður en kosningar til Evrópuþingsins fara fram á næsta ári.Sáttmálanum var ætlað að koma í stað stjórnarskrá sambandsins sem felld var í Frakklandi og Hollandi árið 2005.

Í honum er m.a. kveðið á um stofnun embætta forsætisráðherra og utanríkisráðherra sambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert