Talsmaður Pakistanska hersins hefur sakað Indverska herinn um að brjóta samning um vopnahlé milli landanna í Kashmir-héraði sem gerður var 2003 en yfirmenn indverska hersins hafa neitað að standa á bak við skotárás á stöðvar Pakistana í fjallahéruðum Himalaya.
Athar Abbas hershöfðingi í pakistanska hernum segir að indverski herinn hafi skotið úr sprengjuvörpum og smærri vopnum án nokkurs tilefnis og að pakistanski herinn hafi svarað skotárásinni.
Yfirmaður pakistönsku hersveitanna á svæðinu sendi starfsbróður sínum Indlandsmegin opinbera kvörtun og munu Yfirmenn herjanna hafa ákveðið að funda um málið.