47 borgarar féllu í árás Bandaríkjamanna

Bandarískur hermaður á götu í bænum Garmser í Helmand héraði …
Bandarískur hermaður á götu í bænum Garmser í Helmand héraði í Afganistan. AP

Rann­sókn­ar­nefnd sem Hamid Karzai, for­seti Af­gan­ist­ans, skipaði til að rann­saka dauða fjölda fall­inna borg­ara í loft­árás banda­ríska herliðsins á bíla­lest í Nang­ar­h­ar-héraði í aust­ur­hluta lands­ins síðastliðinn sunnu­dag, hef­ur greint frá því að 47 óbreytt­ir borg­ar­ar hafi láti lífið í árás­inni, þar af 39 kon­ur og börn. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC. 

Banda­ríkja­her staðhæfði upp­haf­lega að ein­ung­is vopnaðir upp­reisn­ar­menn hefðu fallið í ás­rás­inni en yf­ir­völd á svæðinu sögðu þá að um tutt­ugu óbreytt­ir borg­ar­ar væru á meðal hinna föllnu. Segja héraðsyf­ir­völd fólkið hafa verið á leið til brúðkaups­veislu er árás­in var gerð á bíla­lest þess. 

Rumi Niel­son-Green, talsmaður banda­ríska herliðsins á svæðinu, seg­ir málið vera í rann­sókn inn­an hers­ins og að herliðið geri allt til að koma í veg fyr­ir að óbreytt­ir borg­ar­ar falli í aðgerðum þess. 

Mirwais Yasini,  aðstoðarfor­seti neðri deild­ar af­ganska þings­ins, hef­ur lýst mikl­um áhyggj­um af at­vik­inu, sem hann seg­ist telja að rekja megi til þess að banda­ríska herliðinu hafi  vís­vit­andi verið veitt­ar rang­ar upp­lýs­ing­ar. Seg­ir hann slík at­vik mynda gjá á milli al­menn­ings og yf­ir­valda í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert