FARC fordæmir svik

Liðsmenn kólumbísku skæruliðahreyfingarinnar FARC segja að ástæðan fyrir því að Ingrid Betancourt, og 14 öðrum gíslum, hafi verið sleppt í síðustu viku hafi sú að tveir af þeirra eigin mönnum sviku þá.

Kólumbískir hermenn, sem þóttust vera hjálparstarfsmenn, handtóku skæruliðana tvo, en það leiddi síðar til þess að gíslunum var komið til bjargar án þess að skoti væri hleypt af.

Fram kemur á fréttavef BBC að þetta sé í fyrsta sinn sem liðsmenn FARC tjá sig opinberlega um atburðinn frá því gíslunum var sleppt. Þeir segja að skæruliðarnir tveir hafi svikið grundvallarhugsjónir hreyfingarinnar.

Þeir bæta því við að þeir séu reiðubúnir að semja um lausn annarra gísla.

Skæruliðarnir tveir sem voru handteknir munu mæta fyrir dómara.

Stjórnvöldi í Kólumbíu segjast hafa blekkt skæruliðana. Þeir hafi farið inn í þyrlu ásamt gíslunum í þeirri trú að þeir væru að fara hitta leiðtoga FARC. Hins vegar kom í ljós að leyniþjónustumenn stjórnuðu þyrlunni.

Ingrid Betancourt getur nú um frjálst höfuð strokið eftir að …
Ingrid Betancourt getur nú um frjálst höfuð strokið eftir að hafa verið fangi FARC í áraraðir. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert