Hörð barátta við skógarelda í Kaliforníu

Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur nú verið kallað út til að berjast við skógareldana í Kaliforníu en þetta er í fyrst sinn í þrjátíu ár sem liðið er kallað út í ríkinu til að berjast við skógarelda á jörðu niðri.

Fyrstu hermennirnir hófu slökkvistörf á miðvikudag og hafa slökkviliðsmenn fagnað þátttöku þeirra og sagt hana geta skipt sköpum í baráttunni við eldana.

„Það brenna eldar á svo mörgum stöðum í einu að við höfðum ekki mannskap í að berjast við þá alla,” segir Dan Burns, sem hefur yfirumsjón með samræmingu starfs her og slökkviliðsmanna.

Skógareldar blossuðu upp töluvert fyrr í Kaliforníu í ár en undanfarin ár og reynir það mjög á slökkviliðsmenn. „Það eru menn hérna sem hafa unnið sleitulaust frá því um miðjan maí. Þeir hafa ekki farið heim eða hitt fjölskyldur sínar, vinna á 24 tíma vöktum í 21 dags törnum og hafa stundum barist við eldana í 36 tíma í senn. Þetta reynir mikið á,” segir Terence McHale, fulltrúi CDF Firefighters of Cal Fire, samtaka slökkviliðsmannanna.

Slökkviliðsmenn að störfum í Paradise í Kaliforníu.
Slökkviliðsmenn að störfum í Paradise í Kaliforníu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert