Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir tilraunir Írana með langdrægar eldflaugar hafa sýnt það og sannað að engin þörf sé fyrir fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Evrópu.
Lavrov segir tilraunirnar hafa staðfest að Íranar eigi ekki eldflaugar sem dragi lengra en 2.000 km en bandarískir ráðamenn hafa sagt hugsanlegar árásir frá Íran meginaástæðu þess að þeir vilji koma upp slíku kerfi. Rússar segja það hins vegar beinast gegn sér og draga úr varnarmætti Rússlands.
Staðhæft hefur verið í írönskum fjölmiðlum í vikunni að íraski herinn hafi gert tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geti hæft skotmörk í Ísrael en það hefur verið dregið í efa á alþjóðlegum vettvangi.
Bandaríkjastjórn hefur samið við yfirvöld í Póllandi og Tékklandi um uppsetningu eldflaugavarnakerfa þar sem eiga að vera hluti eldflaugavarnarkerfis þeirra.