Neitunarvaldi beitt

Frá fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nýverið.
Frá fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nýverið. Reuters

Rússar og Kínverjar beittu neitunarvaldi þegar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði um tillögu hvort beita ætti Robert Mugabe, forseta Simbabve, og bandamenn hans, refsiaðgerðum.

Bæði Rússar og Kínverjar höfnuðu slíkum hugmyndum og auk þess sem þeir höfnuðu að eigur þeirra yrðu frystar og þeim meinað að ferðast.

Mugabe hefur mátt sæta harðri gagnrýni frá því hann var endurkjörinn sem forseti. Stjórnarandstaðan sniðgekk kosningarnar og sakar hún forsetann um spillingu og ofbeldi.

Þegar höfðu nokkrir fulltrúar, sem eiga sæti í öryggisráðinu, lýst yfir efasemdum um að beita Mugabe refsiaðgerðum og efnahagsþvingunum.

Sendiherra Suður-Afríku hjá SÞ hefur t.d. lýst því yfir að hann sé mótfallinn slíkum aðgerðum.

Fréttaskýrandi BBC hjá SÞ segir að niðurstaðan sé mikið áfall fyrir Breta og Bandaríkjamenn.

Breski sendiherrann sagði eftir atkvæðagreiðsluna að SÞ hafi með þessu ekki gengt skyldum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert