Bush sagður standa í vegi friðar

Bashir Assad Sýrlandsforseti og eiginkona hans Asma við komu þeirra …
Bashir Assad Sýrlandsforseti og eiginkona hans Asma við komu þeirra til Orly flugvallar í París. AP

Bashar Assad Sýrlandsforseti, sagði við upphaf fyrsta fundar nýstofnaðs Miðjarðarhafssambands,  í París í dag að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi engan áhuga á að koma á friði í Miðausturlöndum. Því sé engin ekki von um að árangur náist í samningaumleitunum Sýrlendinga og Ísraela fyrr en Bush hefur látið af embætti. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.  

 Assad lýsti áhuga á auknum samskiptum við Frakka og sagðist vilja að Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti kæmi að samningaviðræðum Ísraela og Sýrlendinga. þá sagði hann sýrlendinga hafa áhuga á bættum samskiptum bæði við Líbani og Ísraela.

Óformlegar friðarviðræður hófust á þessu ári á milli Sýrlendinga og Ísraela með milligöngu Tyrkja. Fyrri samningaumleitanir þeirra runnu út ísandinn fyrir átta árum síðan og hefur Bandaríkjastjórn viljað hafa takmörkuð samskipti við Sýrlendinga vegna meintrar framgöngu þeirra í Líbanon og tengsla þeirra við Íran.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert