Frumkvöðull fellur frá

Michael Debakey.
Michael Debakey. AP

Hjartask­urðlækn­ir­inn og frum­kvöðull­inn Michael Deba­key, sem hlaut heims­frægð fyr­ir að hafa þróað hjá­v­eituaðgerð á hjarta, er lát­inn 99 ára að aldri. Deba­key lést í gær­kvöldi á sjúkra­húsi í Hou­st­on.

Þegar hann fór sjálf­ur í aðgerð fyr­ir tveim­ur árum, þar sem gert var að skemmdri ósæð, beittu lækn­arn­ir aðferð sem Deba­key þróaði.

Þjóðarleiðtog­ar og fræg­ar stjörn­ur voru á meðal þeirra sjúk­linga sem Deba­key sinnti um æv­ina.

Hann átti m.a. þátt í því að þróa gervi­hjörtu og hjarta­dæl­ur fyr­ir sjúk­linga sem biðu eft­ir því að fá nýtt hjarta. Þá þróaði hann einnig ýmis mik­il­væg áhöld til hjartask­urðlækn­inga, sem ollu mik­illi bylt­ingu.

Þá er hon­um einnig þakkað að hafa breytt há­skóla­sjúkra­hús­inu í Bayl­or í Hou­st­on í þjóðþekkta og virta lækna­stofn­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert