Reiði vegna neitunarvalds

Hælisleitendur frá Simbabve kröfðust þess í London í gær að …
Hælisleitendur frá Simbabve kröfðust þess í London í gær að fá að vinna í landinu á meðan hælisumsóknir þeirra eru til meðferðar hjá yirvöldum. AP

Ráðamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun Rússa og Kínverja að beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og koma þannig í veg fyrir samþykkt refsiaðgerða gegn Simbabve. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

David Miliband, utanríkisráðherra Breta, segir framkomu ríkjanna óskiljanlega ekki síst Rússa þar sem Dmitry Medvedev Rússlandsforseti  hafi átt aðild að yfirlýsingu á fundi G-8 ríkjanna þar sem hvatt var til refsiaðgerða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert