Forskot Obama minnkar

Forskot Baracks Obama, forsetaframbjóðanda bandarískra demókrata
Forskot Baracks Obama, forsetaframbjóðanda bandarískra demókrata AP

Forskot Baracks Obama, forsetaframbjóðanda bandarískra demókrata, á John McCain, frambjóðanda repúblíkana hefur minnkað töluvert á milli mánaða, samkvæmt nýrri skoðanakönnun vikublaðsins Newsweek.

Obama hefur nú 3% forskot á McCain en samkvæmt sambærilegri könnun sem gerð var fyrir mánuði síðan var forskot hans þá 15%. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten. 

Obama nýtur nú stunings 44% aðspurðra en McCain nýtur stuðnings 41%. !5% segjast ekki hafa gert upp hug sinn. Í sambærilegri könnun í júní sögðust 51% styðja Obama en 36% sögðust styðja McCain.

Samkvæmt annarri nýrri könnun, sem unnin var af Gallup nýtur Obama nú stuðnings 46% bandarískra kjosenda en McCain nýtur stuðnings 43%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert