Kapphlaupið um rafhlöðurnar

Mikill bylting kann að vera handan við hornið. Ef rétt reynist munu nýjar kynslóðir rafhlaðna gera rafmagnsbifreiðar að samkeppnishæfum valkosti innan aðeins nokkurra missera. Vel gæti farið svo að slík ökutæki verði orðinn hluti bílaflotans undir lok næsta áratugar, um einni og hálfri öld eftir að olíuæðið rann á menn í Bandaríkjunum.

Það æði er hratt að renna af mönnum.

„Þjóðin hefur lengi verið í sjálfsafneitun. Ég er að gera það sem ég er að gera fyrir þjóðina. Það er svo einfalt. Ég tel mig vita meira um olíuiðnaðinn en nokkur annar. Forsetaframbjóðendurnir skilja þetta ekki. Þeir skilja ekki hversu alvarleg staðan er.“

Þessi viðvörun er höfð eftir Thomas Boone Pickens, þekktum fjárfesti í olíuiðnaðinum í Texas, suðurríkinu sem lengi sá Bandaríkjunum fyrir ódýrri olíu. Þeir dagar eru liðnir. Nú hirða aðrir gróðann af olíukaupunum.

„OPEC-ríkin [samtök helstu olíuvinnsluríkja] munu í ár hafa 700 milljarða Bandaríkjadali í tekjur af olíusölu til Bandaríkjanna. Hvað þýðir það fyrir okkur? Okkur hefur rekið að þeim stað að við flytjum nú inn hátt í 70% olíunnar sem við notum. Við höfum ekki haft neina orkustefnu í 40 ár. Hvort það eru repúblikanar eða demókratar skiptir ekki máli. Enginn, og þá á ég við enginn, hefur nokkru sinni haft orkustefnu.“

Sjö hundruð milljarðar Bandaríkjadala eru gríðarlegt fé og á dögum sögulega hás olíuverðs þarf ekki að koma á óvart að Pickens, sem ýtt hefur úr vör milljarða króna auglýsingaherferð til að koma sjónarmiðum sínum á dagskrá í kosningabaráttunni vestanhafs, taki djúpt í árinni. Á næstu tíu árum muni Bandaríkjamenn verja tíu billjónum dala í kaup á erlendri olíu, sem jafngildi „mestu tilfærslu á auði í sögunni“.

Og hann er stórhuga. Fyrirtæki hans, BP Capital, hyggst verja milljörðum Bandaríkjadala í að reisa stærsta vindorkubú heims, fjögurra gígawatta bú sem framleiðir um sjöfalt meiri orku en Kárahnjúkavirkjun. Hann vill að stjórnvöld taki þátt í niðurgreiðslum til að auka hlut vind- og sólarorku í raforkukerfinu og að þau styðji við uppbyggingu á dreifikerfi fyrir jarðgas sem orkukosti fyrir bifreiðar.

Með því að nota jarðgasið megi draga úr olíuinnflutningunum um 38 prósent og með áherslu á vindinn framleiða 200 gígawött af vindorku, ígildi hátt í 200 meðalstórra kjarnorkuvera.

Sólarorkan býður einnig upp á geysilega möguleika og hafa formælendur hennar bent á að á ferhyrndu svæði sem sé hundrað mílur á hverja hlið mætti framleiða jafnmikla orku og nú er sótt í jarðefnaeldsneytið vestanhafs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert