Rússar hafa brugðist illa við gagnrýni Breta og Bandaríkjamanna vegna þess að Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti refsiaðgerðir gegn yfirvöldum í Simbabve. Hafa Bretar og Bandaríkjamenn lýst furðu á ákvörðun Rússa og jafnvel sagt þá ganga á bak orða sinna. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Rússar áttu nýlega aðild að ályktun leiðtogafundar G-ríkjanna þar sem lýst er yfir stuðningi við refsiaðgerðir gegn Simbabve.
Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir gagnrýnina gefa í skyn að Rússar séu ekki verðugir aðilar að G-8. Þá segir að ályktunin hafi átt við um refsiaðgerðir sem sættar væru á af öðrum en öryggisráðinu. Rússar telji öryggisráðið ekki eiga að skipta sér af innanríkismálum ríkja og samþykkt refsiaðgerða gegn Simbabve hefði gefið fordæmi fyrir slíku.