Fimm manns slösuðust í dag á síðasta degi nautahlaupsins sem haldið er árlega í Pamplona í Baska-héraði á Spáni. Alls hafa 45 manns slasast í ár og eru að minnsta kosti 15 þeirra erlendir ferðamenn, m.a frá Bandaríkjunum, Bretlandi,Ástralíu, Danmörku og Nýja-Sjálandi. Fjórir af þeim sem slösuðust voru stangaðir af nautunum og fluttir á sjúkrahús.
Nautahlaupið er hápunktur svonefndar San Fremin hátíðar og er það haldið í átta daga. Mannfjöldi í borginni þrefaldast ár hvert og koma gestir frá öllum heimshornum. Hlaupið er í gegnum gamla hluta borgarinnar í átt að leikvangi þar sem nautaat er haldið síðar um daginn, og nautin eru drepin.
Fjórtán manns hafa látið lífið frá því 1911 í hlaupinu sem bandaríski rithöfundurinn Ernest Hemingway gerði ódauðlegt í skáldsögu sinni Og sólin rennur upp, eða The Sun Also Rises.