45 slösuðust á árlegu nautahlaupi í Pamplona

Frá nautahlaupinu í Pamplona í morgun.
Frá nautahlaupinu í Pamplona í morgun. Reuters

Fimm manns slösuðust í dag á síðasta degi nauta­hlaups­ins sem haldið er ár­lega í Pamplona í Baska-héraði á Spáni.  Alls hafa 45 manns slasast í ár og eru að minnsta kosti 15 þeirra er­lend­ir ferðamenn, m.a frá Banda­ríkj­un­um, Bretlandi,Ástr­al­íu, Dan­mörku og Nýja-Sjálandi.  Fjór­ir af þeim sem slösuðust voru stangaðir af naut­un­um og flutt­ir á sjúkra­hús. 

Nauta­hlaupið er hápunkt­ur svo­nefnd­ar San Frem­in hátíðar  og er það haldið í átta daga.  Mann­fjöldi í borg­inni þre­fald­ast ár hvert og koma gest­ir frá öll­um heims­horn­um.  Hlaupið er í gegn­um gamla hluta borg­ar­inn­ar í átt að leik­vangi þar sem nauta­at er haldið síðar um dag­inn, og naut­in eru drep­in.

Fjór­tán manns hafa látið lífið frá því 1911 í hlaup­inu sem banda­ríski rit­höf­und­ur­inn Er­nest Hem­ingway gerði ódauðlegt í skáld­sögu sinni Og sól­in renn­ur upp, eða The Sun Also Rises.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert