Ágreiningur kominn upp í París

Hosni Mubarak Egyptalandsforseti, Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels, og Bashar Assad …
Hosni Mubarak Egyptalandsforseti, Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels, og Bashar Assad Sýrlandsforseti við hátíðahöld í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakklands í París í dag. AP

Bern­ard Kouchner, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, hef­ur greint frá því að ágrein­ing­ur sé kom­inn upp á milli Ísra­ela og Palestínu­manna um stof­nálykt­un leiðtoga­fund­ar ný­stofnaðs sam­bands ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins og Miðjarðar­hafs­ríkja. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC. 

Kouchner seg­ir ágrein­ing­inn snú­ast um það hvort Ísra­el falli und­ir skil­grein­ing­una lýðræðis­legt þjóðríki.  Mik­il bjart­sýni hef­ur ein­kennt fund­inn fram til þessa og hef­ur hann þótt skraut­fjöður í hatt Nicolas Sar­kozy Frakk­lands­for­seta sem átti frum­kvæðið að stofn­un sam­bands­ins.  

Ehud Ol­mert, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu­manna, átti sér­stak­an fund á lei­toga­fund­in­um í gær og sögðu að hon­um lokn­um að þeir teldu þjóðirn­ar aldrei hafa verið nær því að ná friðarsam­komu­lagi sín á milli en nú.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert