Ákærðir vegna valdaráns

Aðalsaksóknari, Aykut Cengiz Engin, greinir fjölmiðlum frá ákærunum í dag.
Aðalsaksóknari, Aykut Cengiz Engin, greinir fjölmiðlum frá ákærunum í dag. Reuter

Sak­sókn­ar­ar í Tyrklandi hafa ákært átta­tíu og sex ver­ald­lega Tyrki um hryðju­verk­a­starf­semi vegna meintr­ar þátt­töku þeirra í áform­um um að hrinda af stalli íslamskri stjórn lands­ins. Fjöru­tíu og átta sak­born­ing­anna eru í fang­elsi.Þetta kem­ur frá á frétta­vef Al Jazeera.

Yf­ir­sak­sókn­ari lands­ins, Ayk­ut Ceng­iz Eng­in, greindi frá þessu. Hann sagði að sak­born­ing­arn­ir, þar á meðal að minnsta kosti einn hers­höfðingi og einn stjórn­mála­maður í stjórn­ar­and­stöðu, væru annað hvort ákærðir fyr­ir að til­heyra hryðju­verka­hópi eða að hvetja til þess að stjórn­inni yrði steypt af stóli.

Dóm­stól­ar hafa tvær vik­ur til að ákveða hvort málið skuli vera tekið fyr­ir.

Sak­born­ing­arn­ir hafa ásakað stjórn­ina um að grafa und­an ver­ald­leg­um lög­um Tyrk­lands og að hliðra of mikið til fyr­ir kristn­um og kúr­díska minni­hlut­an­um til að liðka fyr­ir um­sókn Tyrkja að Evr­ópu­sam­bandsaðild.

Ákær­an er nýj­asti liður­inn í því sem talið er vera valda­bar­átta milli stjórn­ar­inn­ar og ver­ald­legra hópa sem studd­ir eru af hern­um og öðrum op­in­ber­um stofn­un­um.

Þar á meðal eru dóm­stól­ar og ákveðnar viðskipta­stofn­an­ir sem saka stjórn­ina um að gera Íslam of hátt und­ir höfði í Tyrklandi.

Tyrk­neski her­inn hef­ur staðið fyr­ir þrem­ur vald­arár­um í gegn­um tíðina. Eft­ir vald­arán­in hef­ur hann af­hent borg­ur­um völd­in.

Ef vald­aránstilraun­in er staðfest þá kem­ur hún á tíma þegar stjórn­in stend­ur fyr­ir aðgerðum til að styrkja lýðræði í land­inu til að hliðra til fyr­ir Evr­ópu­sam­bandsaðild þeirra.

And­stæðing­ar Recep Tayyip Er­dog­an, for­sæt­is­ráðherra, segja ákær­urn­ar lið í til­raun­um stjórn­valda til að þagga niður í gagn­rýn­end­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka