Ákærur birtar

Forseti Súdan, Omar Hassan al-Bashir, hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð, …
Forseti Súdan, Omar Hassan al-Bashir, hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi Reuter

Saksóknari stríðsglæpadómstólsins í Haag hefur lagt fram þrjár ákærur um þjóðarmorð á hendur forseta Súdan, Omar al-Bashir. Saksóknarinn lagði sömuleiðis fram sjö ákærur um glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi.

Svona er kærunum lýst

  • Þjóðarmorð með því að drepa meðlimi þriggja þjóðernishópa í Darfúr: Fur, Masalit og Zaghawa ættbálkanna.

Súdanskar sveitir og janjaweed bardagamenn réðust á þorp vegna þjóðernis íbúanna. Ráðist var inn í þorpin og allir drepnir. Konum og unglingsstúlkum var nauðgað. Að því loknu voru bæirnir brenndir og eftirlifendur, ef einhverjir voru, reknir út í eyðimörkina eða skildir eftir til að deyja.

  • Þjóðarmorð með því að valda alvarlegu líkamlegu eða andlegu tjóni á ákveðnum ættbálkum.

Þarna er átt sérstaklega við nauðganir vegna þeirra félagslegu afleiðinga sem þær hafa á konurnar sjálfar en líka á samfélagið.

  • Þjóðarmorð með því að hafa viljandi þvingað ákveðin lífsskilyrði upp á þessa ættbálka í því skyni að þurrka þá út.

Súdanskar sveitir og janjaweed eyðileggja mat, brunna og pumpur, skýli, uppskerur og búfénað en líka allt sem stuðlað getur að verslun eða lífsframfæri. Þær eyðileggja bæi og tæma korngeymslur eða brenna þær. Markmiðið er að þeir íbúar sem ekki eru einfaldlega drepnir geti ekki lifað án aðstoðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert