Forseti Súdans sakaður um stríðsglæpi

Omar al-Bashir, forseti Súdans er sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í skýrslu Luis Moreno-Ocampo, saksóknara stríðsglæpadómstólsins í Haag sem birt var í morgun. Er hann sakaður um að bera ábyrgð á voðaverkum í Darfur héraði á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Yfirvöld í Súdan höfðu áður varað við því að ásakanir á hendur Bashir geti stofnað friðarumleitunum í Darfur héraði í hættu. Þá hafa þau kallað eftir neyðarfundi utanríkisráðherra Arababandalasins vegna málsins.

Talið er að Moreno-Ocampo muni nú leggja fram ákæru á hendur Bashir. Nefnd þriggja dómara stríðsglæpadómstólsins mun síðan ákveða hvort gefin verði út handtökuskipun á hendum forsetanum. Yfirvöld í Súdan viðurkenna hins vegar ekki lögsögu dómstólsins.  

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna bað Moreno-Ocampo um það í mars árið 2005 að rannsaka staðhæfingar um að stríðsglæpir ættu sér stað í Darfur.  Dómstóllinn hefur nú starfað í sex ár en fram til þessa hefur aldrei verið lögð fram ákæra á hendur sitjandi forseta við dómstólinn.

Stuðningsmenn Omard al-Bashirs fjölmenntu á fjöldafund til stuðnings honum í …
Stuðningsmenn Omard al-Bashirs fjölmenntu á fjöldafund til stuðnings honum í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. AP
Omar al-Bashir, forseti Súdans.
Omar al-Bashir, forseti Súdans. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert