Handtökur vegna mótmælaaðgerða í Kína

Xinhua fréttastofan í Kína greindi frá því í morgun að yfirvöld í Guizhou-héraði í suðvesturhluta Kína hafi handtekið 100 manns í tengslum  við mótmælaagerðir þar í síðasta mánuði. Á meðal hinna handteknu eru 39 meðlimir glæpagengja.

Handtökurnar tengjast mótmælaaðgerðum vegna meintrar yfirhylmingar í tengslum við dauða unglingsstúlku en það mál hefur dregið mjög úr trausti almennings í Kína á yfirvöldum.

Yfirvöld í héraðinu staðhæfa hins vegar að glæpagengi hafi staðið á bak við mótmælin og segir Peng Dequan, aðstoðaryfirmaður öryggismála í héraðinu, að lögregla leiti fleiri glæpamanna í tengslum við þau.Yfirvöld staðhæfa að stúlkan hafi drukknað en fjölskylda hennar segir henni hafa verið nauðgað og hún síðan myrt og að sonur háttsetts embættismanns í héraðinu tengist málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert